
■ (U)SIM korti og rafhlöðu komið fyrir
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er
fjarlægð.
Þetta tæki notar BL-5F rafhlöður.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins.
Þetta getur verið þjónustuveitan eða annar söluaðili.
1. Snúðu bakhlið símans að þér og renndu
henni af til að fjarlægja hana.
2. Fjarlægðu rafhlöðuna með því að lyfta
henni upp eins og sýnt er.
3. Losaðu SIM-kortsfestinguna með því
að toga varlega í hakið á festingunni og
opna hana.

H a f i s t h a n d a
12
4. Settu (U)SIM-kortið í SIM-
kortsfestinguna. Gakktu úr skugga um
að SIM-kortið sitji rétt og að gyllti
snertiflöturinn á því vísi niður.
Lokaðu SIM-kortsfestingunni og ýttu á
hana þar til hún smellur á sinn stað.
5. Rafhlaðan er sett aftur á sinn stað.
6. Bakhliðinni er rennt aftur á sinn stað.