Aðgangsstaðir
Aðgangsstaður er nauðsynlegur til að koma á gagnatengingu. Þú getur
tilgreint mismunandi gerðir aðgangsstaða:
• MMS-aðgangsstaðir til að senda og taka við margmiðlunarboðum
• WAP-aðgangsstaður til að skoða vefsíður
S t i l l i n g a r
92
• Internetaðgangsstaður (IAP) (til dæmis til að senda og taka við
tölvupósti)
Kannaðu hjá þjónustuveitunni hvers konar aðgangsstað þú þarft að nota
fyrir þá þjónustu sem þú vilt fá aðgang að. Nánari upplýsingar um
framboð og áskrift að gagnatengingaþjónustu fást hjá þjónustuveitu.
Þú getur fengið stillingar fyrir aðgangsstaði í skilaboðum frá
þjónustuveitu. Einnig getur verið að stillingarnar séu forstilltar í
símanum þínum.
Til að búa til nýjan aðgangsstað eða breyta gildandi aðgangsstað skaltu
velja
Valkostir
>
Nýr aðgangsstaður
eða
Breyta
. Til að búa til nýjan
aðgangsstað með því að nota stillingar gildandi aðgangsstaðar skaltu
fletta að honum og velja
Valkostir
>
Afrita aðgangsstað
.
Það fer eftir því hvaða tenging er valin í
Flutningsmáti
hvaða stillingar
eru í boði. Fylltu út í alla reiti sem eru merktir með
Þarf að skilgr.
eða
stjörnu.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá eftirfarandi stillingar:
Flutningsmáti
,
Nafn aðgangsstaðar
(aðeins fyrir pakkagögn),
Innhringinúmer
(aðeins fyrir gagnasímtöl),
Notandanafn
,
Lykilorð
,
Aðgangskort
,
Heimasíða
,
Tegund gagnasímtals
(aðeins fyrir
gagnasímtöl) og
Hámarks gagnahraði
(aðeins fyrir gagnasímtöl).
Nafn tengingar
—Gefðu tengingunni lýsandi heiti.
Biðja um lykilorð
—Ef þú vilt þurfa að slá inn nýtt lykilorð við hverja
innskráningu á miðlara, eða ef þú vilt ekki vista lykilorðið í símanum
skaltu velja
Já
.
Ef tilgreina þarf útgáfu Internet-samskiptareglna, IP-númer síma,
nafnaþjón fyrir lén, proxy-miðlara og frekari stillingar fyrir gagnasímtöl,
svo sem svarhringingar, PPP-þjöppun, innskráningu og frumstillingu
mótalds, skaltu velja
Valkostir
>
Frekari stillingar
. Hafðu samband við
þjónustuveituna til að fá réttu stillingarnar.