
■ Kallkerfi
Í kallkerfi (sérþjónusta) er um að ræða símtal yfir kallkerfisþjónustu í
rauntíma (sérþjónusta) sem komið er á með GSM/GPRS-símkerfi. Í
kallkerfinu er komið á beinu talsambandi með því að styðja á einn takka.
Áður en kallkerfisþjónusta er tekin í notkun þarf að tilgreina
aðgangsstað þjónustunnar og stillingar fyrir kallkerfið.

T e n g i n g a r
106
Í kallkerfissamskiptum talar einn aðili en hinir hlusta. Notendur skiptast
á að svara hver öðrum. Aðeins einn í hópnum getur talað í einu. Aðeins
er hægt að tala í tiltekinn tíma.
Símtöl hafa ávallt forgang fram yfir samtöl um kallkerfi.
Að pakkagagnateljaranum undanskildum skráir síminn aðeins tveggja
manna tal í listanum yfir nýleg símtöl í
Notkunarskrá
. Þátttakendur í
samtali ættu að staðfesta móttöku samskipta þar sem það á við þar sem
ekki er um aðra staðfestingu að ræða á því að þeir hafi heyrt
hringinguna.
Þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð, kostnað og áskrift að
þjónustunni. Hafa ætti í huga að reikiþjónusta kann að vera takmarkaðri
en gerist með símtöl um heimasímakerfið.
Mikill hluti þeirrar þjónustu sem stendur til boða í hefðbundnum
símtölum (svo sem talhólf) er ekki til staðar í samskiptum um kallkerfi.