■ Myndsímtöl
Í myndsímtali geta þú og viðmælandi þinn séð rauntíma hreyfimynd
hvor af öðrum. Viðtakandi þinn sér þá hreyfimyndina sem myndavélin
þín tekur.
Til að geta átt myndsímtal þarftu að vera innan þjónustusvæðis UMTS-
símkerfis. Þú gætir þurft að nota USIM-kort til að geta átt myndsímtal.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um myndsímtalsþjónustu og áskrift að
henni. Aðeins er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila í einu. Hægt
er að koma á myndsímtali við samhæfan farsíma eða ISDN-tengd tæki.
Ekki er hægt að koma á myndsímtölum þegar annað símtal, myndsímtal
eða gagnasímtal er virkt.
Tákn:
Tækið þitt er ekki að taka við hreyfimynd (annaðhvort sendir
viðtakandinn ekki hreyfimyndina eða símkerfið sendir hana ekki).
Þú hefur hafnað myndsendingu úr tækinu þínu.
Myndsímtali komið á
1. Sláðu inn númerið í biðstöðu eða veldu
Valmynd
>
Tengiliðir
og
skrunaðu að viðkomandi tengilið.
2. Veldu
Valkostir
>
Hringja
>
Myndsímtal
.
Það getur tekið smástund að koma á myndsímtali.
Bíð eftir
hreyfimynd
birtist. Ef ekki tekst að koma á tengingu, (t.d. ef símkerfið
styður ekki myndsímtöl eða móttökutækið er ekki samhæft), er spurt
hvort þú viljir hringja venjulegt símtal eða senda textaskilaboð í
staðinn.
Myndsímtal er í gangi þegar þú getur séð tvær hreyfimyndir og heyrt
hljóð úr hátalaranum. Viðmælandinn getur hafnað myndsendingu
(
) og þá heyrir þú aðeins í honum og sérð e.t.v. kyrrmynd eða
gráan bakgrunn.
Ýttu á hljóðstyrkstakkana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn
meðan á símtali stendur.
Til að velja á milli þess að sýna hreyfimyndir eða að heyra einungis
hljóð skaltu velja
Virkja
eða
Óvirkja
>
Hreyfimynd
,
Hljóð
eða
Hljóð &
hreyfimynd
.
S í m t ö l
29
Til að stækka eða minnka myndina af þér skaltu velja
Stækka
eða
Minnka
. Stækkunar/minnkunarvísirinn sést efst á skjánum.
Hægt er að víxla hreyfimyndunum sem hafa verið sendar eða tekið
hefur verið á móti á skjánum með því að velja
Víxla myndum
.
Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu í myndsímtali er tekið gjald fyrir
símtalið sem myndsímtal. Upplýsingar um verð fást hjá
símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Styddu á hætta-takkann til að ljúka myndsímtalinu.