5. Skilaboð
Þú getur búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt
textaboð, margmiðlunarboð, tölvupóstskeyti, kynningar og skjöl. Þú
getur einnig tekið við skilaboðum og gögnum um Bluetooth-tengingu,
tekið við og áframsent myndskilaboð, tekið við þjónustuboðum og
skilaboðum frá endurvarpa og sent þjónustuskipanir.
Til að opna
Skilaboð
skaltu velja
Valmynd
>
Skilaboð
. Þú getur séð
Ný
skilaboð
og lista yfir sjálfgefnar möppur:
Innhólf
— inniheldur móttekin skilaboð, fyrir utan tölvupóstskeyti og
skilaboð frá endurvarpa. Tölvupóstskeyti eru vistuð í möppunni
Pósthólf
.
Til að lesa skilaboð frá endurvarpa skaltu velja
Valkostir
>
Upplýs. frá
endurvarpa
.
Mínar möppur
— til að flokka skilaboð í möppur.
Pósthólf
— til að tengjast ytra pósthólfinu þínu til að sækja ný
tölvupóstskeyti eða skoða áður sótt tölvupóstskeyti án tengingar. Þegar
þú hefur tilgreint stillingar fyrir nýtt pósthólf birtist nafnið á því
pósthólfi í stað
Pósthólf
.
Uppköst
— vistar drög að skilaboðum sem hafa ekki verið send.
Sendir hlutir
— vistar skilaboðin sem send hafa verið, utan þeirra
sem send hafa verið um Bluetooth-tengingu. Sjá
Vista send skilaboð
í
„Aðrar stillingar“ á bls. 46.
Úthólf
— vistar tímabundið skilaboð sem bíða sendingar.
Tilkynningar
(sérþjónusta) — vistar skilatilkynningar textaboða,
sérstakra skilaboðategunda, svo sem nafnspjalda, og margmiðlunarboða
sem þú hefur sent. Hugsanlega geturðu ekki fengið skilatilkynningar um
margmiðlunarboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.