![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia 6290/is/Nokia 6290_is054.png)
■ Myndavél
Til að nota myndavélina skaltu velja
Valmynd
>
Miðlar
>
Myndavél
.
Skrunaðu upp eða niður til að súmma að eða frá. Til að taka mynd skaltu
styðja á skruntakkann. Myndin er vistuð í möppunni
Myndir
í
Gallerí
og
myndin birtist. Til að fara aftur í myndgluggann skaltu velja
Til baka
.
Styddu á hreinsitakkann til að eyða myndinni.
Til að taka myndaröð skaltu velja
Valkostir
>
Myndaröð
>
Kveikt
eða ýta
á 4. Þegar stillt er á myndaröð tekur myndavélin sex myndi í röð og birtir
myndirnar á töflu.
Til að kveikja eða slökkva á flassinu skaltu velja
Valkostir
>
Leifturljós
>
Virkt
eða
Óvirkt
. Ef þú velur
Sjálfvirkt
er flassið notað sjálfvirkt eftir
þörfum.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða
dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Til að nota næturstillingu í daufri birtu skaltu velja
Valkostir
>
Næturstilling
>
Kveikt
eða ýta á 1.
Til að nota sjálfvirka myndatöku skaltu velja
Valkostir
>
Sjálfvirk
myndataka
og hve langur tími þú vilt að líði áður en myndin er tekin.
Styddu á skruntakkann og tímamælirinn fer í gang.
Til að stilla ljósgjafa eða litáferð skaltu velja
Valkostir
>
Stilla
>
Ljósgjafi
eða
Litáferð
.
Til að taka upp hreyfimynd skaltu velja
Valkostir
>
Hreyfimyndataka
og
styðja á skruntakkann til að hefja upptöku.